Lind Einarsdóttir
Lind Einarsdóttir er viðskiptafræðingur frá Háskóla Ísland með áherslu á mannauðsstjórnun. Einnig er hún með Mastergráðu í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla. Lokaritgerðir Lindar endurspegla vel áhuga hennar á hinum mannlega þætti í viðskiptum og var B.S. ritgerðin um mannauðsstjórnun framtíðarinnar og M.S. ritgerðin um menningu og viðskiptatækifæri í Kína. Lind hefur víðtæka reynslu af starfsmannastjórnun og mannaráðningum og hefur undanfarin ár starfað sem starfsmannastjóri hjá Focal Consulting, Alcan á Íslandi og Samskipum. Lind hefur starfað við ráðningar undanfarin 10 ára lengst af hjá Talent ráðningum. Matur og matargerð er áhugamál Lindar númer 1,2, og 3. Til þess að vega uppá móti þessum mikla áhuga á mat hefur líkamsrækt þurft sinn sess og var hún tekin með trompi hér á árum áður. Áhuginn skilaði íslandsmeti í bekkpressu og reynir Lind að lifa á þeirri fornu frægð enn þann dag í dag.