Leggja inn almenna umsókn í gagnagrunn FAST Ráðninga
Hérna skráir þú þig almennt í gagnagrunninn okkar til að vera á skrá hjá okkur. Þetta er almenn skráning til að láta vita af þér í atvinnuleit. Þú sækir síðan um þau störf sem þú hefur áhuga á, annað hvort með því að fylla út umsóknarformið fyrir viðkomandi starf eða sækir um í gegnum vefgáttina þína. Leiðbeiningar fyrir vefgáttina og linkur á hana kemur sendur til þín í tölvupósti þegar þú ert búin/n að skrá þig fyrsta sinn hjá okkur.
Við hjá FAST Ráðningum þökkum þér fyrir áhuga þinn á að leggja inn starfsumsókn hjá okkur.
Hér fyrir neðan er umsóknarblaðið okkar og viljum við benda á mikilvægi þess að þú fyllir umsóknina eins nákvæmlega út og kostur er. Því betur sem umsóknin er fyllt út því nánari verður skráningin og þar með meiri líkur á að umsókn þín komi upp þegar leitað er að hæfu fólki.
Neðst á umsóknarblaðinu hefur þú einnig tækifæri til að senda inn fylgiskjöl með umsókninni svo sem ferilskrá og mynd. Við bendum einnig á að nauðsynlegt er að fylla út þá reiti á umsóknarblaðinu sem eru stjörnumerktir.
Þú berð ábyrgð á því að upplýsingarnar sem þú skráir í umsóknina séu réttar og settar fram samkvæmt bestu vitund. Með skráningu heimilar þú FAST Ráðningum að leita staðfestingar á sannleiksgildi þeirra upplýsinga sem þú skráir.
Gildistími umsókna er 12 mánuðir og verður umsóknin þá tekin af skrá hafir þú ekki haft samband áður til að endurnýja hana.