Ferilskráin þín

Vel unnin ferilskrá getur ráðið úrslitum. Ferilskráin þín skiptir miklu máli við atvinnuleitina þína, hún kynnir þig í byrjun. Settu þig í spor stjórnanda sem er að velja umsækjendur í viðtal og hefur aðeins ferilskrár til að byggja ákvörðunina á.

Ferilskráin er hugsuð til þess að vinnuveitandi geti fljótt séð hvort umsækjandi uppfyllir þær hæfniskröfur sem gerðar eru til starfsins. Ferilskrá er hugsuð til að kynna þig, að segja frá menntun, reynslu, markmiðum og áhugamálum Hún er einskonar ævi- og starfságrip. Sérhver ferilskrá er persónubundin og hægt að útfæra hana á margvíslegan hátt, þó er gott að halda sig við hefðbundið form í uppröðun upplýsinga.